Fyrstu tölur að austan um kvöldmat

sjomannadagur borgarfjordur 0304 webVon er á kosningaúrslitum úr Fljótsdal og frá Borgarfirði upp úr klukkan 19:00 í kvöld. Von er á að úrslit af Austurlandi verði orðin ljós fyrir miðnætti.

Kjörstað var lokað á Borgarfirði, Seyðisfirði og Fljótsdal nú klukkan 18:00. Á Seyðisfirði fengust þær upplýsingar að kjörsókn hefði verið um 80% sem er ívið minni kjörsókn en fyrir fjórum árum. Von er á fyrstu tölum þaðan undir klukkan tíu í kvöld.

Á Vopnafirði lýkur kjörfundi klukkan átta og von er á fyrstu tölum um klukkustund síðar. Þar er stefnt á að talningu ljúki fyrir klukkan ellefu.

Kjörstaður á Djúpavogi er opinn að minnsta kosti til klukkan átta en 75% kjörsókn var um klukkan 18. Von er á tölum þaðan um klukkan ellefu. Um sama leiti má búast við tölum frá Breiðdalsvík.

Kjörstaðir á Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð eru opnir til klukkan tíu. Von er á fyrstu tölum um leið og þeir loka og lokatölum um klukkan ellefu.

Á Mjóafirði lauk kosningu í minnstu kjördeild landsins klukkan tvö í dag. Þar var 80% kjörsókn en 17 á kjörskrá og um þriðjungur þeirra í kjörstjórn eða varakjörstjórn. Kjörkassinn kom á talningarstað á Eskifirði um kaffileytið.

Austurfrétt verður á vaktinni þar til lokatölur koma.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar