Fjarðabyggð: Allir listar með þrjá menn

mjoifjordur webÖll framboðin í Fjarðabyggð koma að þremur mönnum í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Framsóknarflokkurinn vinnur mann af Sjálfstæðisflokknum en listarnir mynda meirihlutann.

Framsóknarflokkurinn: 628 atkvæði, 29,8% -3 fulltrúar
Sjálfstæðisflokkurinn: 787 atkvæði – 37,4% - 3 fulltrúar
Fjarðalistinn: 692 atkvæði – 32,8% - 3 fulltrúar

Auðir seðlar: 91
Ógildir: 17

Kjörsókn var 65,88%. Alls greiddu 2.215 manns atkvæði en 3.362 voru á kjörskrá.

Kjörsókn er um 7 prósentustigum lakari en í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2,5 prósentustigum en Framsóknarflokkurinn bætir við sig 1,4% prósentustigum og Fjarðalistinn 1,7%. 

Samkvæmt útreikningum Austurfréttar munaði 12 atkvæðum á að fjórði maður Sjálfstæðisflokksins felldi út þriðja mann Framsóknarflokksins.

Bæjarfulltrúar 
Sjálfstæðisflokkur
Jens Garðar Helgason
Valdimar O. Hermannson
Kristín Gestsdóttir

Framsóknarflokkur
Jón Björn Hákonarson
Eiður Ragnarsson
Pálína Margeirsdóttir

Fjarðalistinn
Elvar Jónsson
Eydís Ásbjörnsdóttir
Esther Ösp Gunnarsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar