Fljótsdalshérað: Meirihlutinn heldur en Sjálfstæðisflokkurinn tekur mann af Héraðslistanum

egilsstadir 04052013 0001 webMeirihluti Framsóknarflokks og Á-lista á Fljótsdalshéraði heldur. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur mann af Héraðslistanum. Litlu munar að þriðji maður Á-lista felli út þriðja mann Framsóknar sem tapar nokkru fylgi.

Á listi: 442 atkvæði, 26,2%, 2 fulltrúar
Framsóknarflokkur: 460 atkvæði, 27,3%, 3 fulltrúar
Sjálfstæðisflokkur: 371 atkvæði, 22,0%, 2 fulltrúi
Endurreisnin: 51 atkvæði, 3%.
Héraðslistinn: 361 atkvæði, 21,4%, 2 fulltrúar

Auðir seðlar 70
Ógildir 11

Á kjörskrá voru 2532. 1766 greiddu atkvæði. Kjörsókn var 69,7%

Þriðja mann Á-lista vantar nítján atkvæði til að fella út þriðja mann Framsóknarflokksins. 

Kjörsókn fyrir fjórum árum var 75%. Framsóknarflokkur og Héraðslisti tapa um 100 atkvæðum, hvort framboð. Framsóknarflokkurinn tapar 5,5 prósentustigum af sínu fylgi en Á-listinn bætir við 3 prósentustigum og um 50 atkvæðum. 

Héraðslistinn tapar 5,6 prósentustigum en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 5 prósentustigum. Endurreisnin bauð ekki fram síðast.

Framsóknarflokkurinn heldust stöðu sinni sem stærsti flokkurinn en tapar umtalsverðu fylgi. Héraðslistinn fer úr því að vera næst stærstur í að vera minnstur. Á-listinn er næst stærstur, skammt frá framsókn.

Bæjarfulltrúar

Framsóknarflokkur
Stefán Bogi Sveinsson
Gunnhildur Ingvarsdóttir
Páll Sigvaldason

Á-listi
Gunnar Jónsson
Sigrún Harðardóttir

Sjálfstæðisflokkur
Anna Alexandersdóttir
Guðmundur Kröyer

Héraðslistinn
Sigrún Blöndal
Árni Kristinsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar