Rúmur helmingur Breiðdælinga vill sameinast öðru sveitarfélagi

bdalsvik hh1Naumur meirihluti Breiðdælingar vill sameinast öðru sveitarfélagi, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var samhliða sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Fjarðabyggð virðist álitlegast sameiningarkosturinn.

Spurt var hvort menn vildu að Breiðdalshreppur sameinaðist öðru sveitarfélagi. Já sögðu 43 eða 51,2% en nei 30 eða 35,7%. Auðir seðlar voru 11 talsins eða 13%.

Eins voru menn beðnir að meta hvaða sameiningarkost þeir teldu vænlegastan. Flestir völdu Fjarðabyggð, 31 eða 36,9%.

Auðir seðlar voru 24 eða 28,6%. Fleiri skiluðu auðu heldur en völdu Fljótsdalshérað 21 eða 21,4% eða Djúpavoghrepp sem voru aðeins 5 eða 6%. Þeir möguleikar voru þó í boði á seðlinum.

Eins voru auðar línur þar sem menn gátu valið sér sveitarfélag til að sameinast. Þrír skrifuðu Fljótsdalshrepp og aðrir þrír vildu sameina allt Austurland.

Atkvæði voru ekki talin í sameiningarkosningunni fyrr en seinni partinn í dag. Talning gekk hægt í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag og lauk henni ekki fyrr en klukkan fimm á sunnudagsmorgun.

Kosið var óhlutbundinni kosningu í hreppnum í fyrsta sinn frá árinu 1974 og voru margir sem fengu 1-2 atkvæði. Einn úr kjörstjórninni sat einnig í henni þá.

Á kjörskrá voru 152 en aðeins 84 greiddu atkvæði eða 55,3%.

Mynd: Hákon Hansson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar