Kjarnaborun í Norðfjarðargöngum

juni03062014 1Ákveðið var að fara í frekari rannsóknir á því sem framundan er í jarðgangagreftrinum á báðum stöfnum, svo verktakinn hafi sem bestar upplýsingar við vinnslu ganganna.

Jarðlögin halla um 6-8° til suðvesturs á þessu svæði. Það hefur í för með sér, að í gangahlutanum sem grafinn er frá Eskifirði, koma ný jarðlög í ljós í gólfi ganganna og hækka svo smátt og smátt í sniðinu, uns þau hverfa upp úr þekju ganganna.

Í Fannardal koma ný jarðlög í ljós í þekju ganganna. Það er því ljóst að það er mikilvægt að vita fyrirfram með eins mikilli nákvæmni og unnt er hvenær veikari jarðlaga er að vænta í þak ganganna.

Sú vitneskja hefur verið fengin með tvennum hætti: Annars vegar á hönnunarstigi með yfirborðsrannsóknum og kjarnaborunum og hins vegar við gangagröftinn með því að bora könnunarholur fram yfir stafninn, 25 metra í senn.

Nýlega var þó ákveðið að styrkja þá mynd sem kjarnaborun og rannsóknir á yfirborði gaf, með því að bora sams konar kjarnaholur innan úr göngunum. Fannardalsmegin er borað 45° upp á við í stefnu ganganna og verður farið í gegnum sömu jarðlög og komu fram í fyrri kjarnaborun.

Þannig verður hægt að ákvarða betur halla þeirra og stefnu og staðsetja mun nákvæmar í líkönum. Það verða einnig gerðar fleiri prófanir á berginu, svo menn geti verið sem best undirbúnir undir það sem koma skal. Hið sama verður svo gert Eskifjarðarmegin, nema að þar verður borað lóðrétt niður.

Mynd 1: Verið er að stilla borinn af í stefnu ganganna og 45° upp á við.

Mynd 2: Bormenn að störfum.

Mynd 3: Starfsmaður verktaka (t.v.) ásamt Gísla Eiríkssyni frá Vegagerðinni og Ágústi Guðmundssyni jarðfræðingi (t.h.) að skoða kjarna.

Myndir: Ófeigur Ö. Ófeigsson/Hnit

juni03062014 2juni03062014 3

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar