Gunnar Jóns: Staðfesting á því að traust er borið til okkar
Gunnar Jónsson, oddviti Á-listans á Fljótsdalshéraði, segir útkomu listans í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum vera þeim sem að framboðinu standi hvatning til að halda áfram.Listinn bætti við sig þriggja prósentustiga fylgi frá síðustu kosningum og var ekki fjarri því að vinna þriðja manninn af Framsóknarflokki en listarnir hafa verið í meirihluta á kjörtímabilinu.
„Þetta eru fjórðu kosningarnar sem Á-listinn fer í gegnum og hann hefur aukið fylgi sitt í hverjum þeirra. „Það hefur verið okkur, sem að listanum stöndum hvatning til að halda áfram," segir Gunnar.
„Nú eftir 4 ára setu í meirihluta hefur fylgi við Á-listann enn aukist. Ég lít á það sem enn frekari staðfestingu á því að traust sé borið til okkar og er hvatning í þeim störfum sem við tökum að okkur fyrir Fljótsdalshérað. Fyrir þennan stuðning við Á-listann þakka ég heils hugar."