Sigrún Blöndal: Hugmyndir um sameiningar skóla féllu ekki kjósendum í geð

x14 heradslistiSigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans, segir að svo virðist sem hugmyndir Héraðslistans hafi ekki átt upp á pallborðið hjá kjósendum á Fljótsdalshéraði. Þeir virðist almennt ánægðir með störf meirihlutans.

Héraðslistinn tapaði fjórðungi af fylgi sínu í kosningunum á laugardag og einum fulltrúa, þrátt fyrir að hafa verið í minnihluta undanfarin fjögur ár. Listinn talaði meðal annars fyrir endurskoðun á fræðslustofnunum sveitarfélagsins og sameina grunnskólana í eina stofnun og mismunandi starfsstöðvum.

„Það er augljóst að hugmyndir um samvinnu skóla og skoðun möguleika á sameiningum hafa ekki fallið kjósendum í geð," segir Sigrún.

„Við lögðum einnig ríka áherslu á að efla upplýsingaflæði til íbúa og samráð við þá. Þessar hugmyndir hafa ekki heldur átt nægilega upp á pallborðið.

Niðurstaða kosninganna virðist vera að íbúar á Fljótsdalshéraði eru almennt ánægðir með störf meirihlutans á kjörtímabilinu."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar