Fljótsdalshérað: Ætla að halda áfram viðræðum um myndun meirihluta

x14 heradslistiÁ-listi, Sjálfstæðisflokkur og Héraðslistinn ætla að halda áfram viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Flokkarnir funduðu í fyrsta sinn saman í dag um myndun meirihlutans.

„Það kom ekkert sérstakt út úr fundinum. Við ræddum ákveðin mál og svo sjáum við til," segir Sigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans.

Helsta niðurstaðan virðist því vera að flokkarnir þrír ætla að halda áfram viðræðum. „Við erum alla veganna ekki hætt því.

Það er ekki ljóst hvenær við hittumst næst en næstu skref er að við reynum að tala meira saman."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar