Gunnhildur, Ingunn Bylgja og Guðmundur oftast strikuð út á Héraði

xb fherad x14Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem var í öðru sæti Framsóknarflokksins, Ingunn Bylgja Einarsdóttir, sem var í fimmta sæti Héraðslistans og Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, fengu flestar útstrikanir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Fljótsdalshéraði.

Gunnhildur fékk flestar útstrikanir eða þrettán talsins. Á lista Framsóknarmanna var níu sinnum strikað yfir nafn þriðja manns, Páls Sigvaldasonar og fimm sinnum yfir oddvitann, Stefán Boga Sveinsson. Alls var strikað 33 sinnum yfir nöfn á lista Framsóknarmanna og níu frambjóðendur.

Ingunn Bylgja fékk tólf útstrikanir en bæjarfulltrúarnir Árni Kristinsson og Sigrún Blöndal þrjár hvort. Útstrikanir á listanum voru 25 á níu frambjóðendur. Fimm kjósendur vildu breyta röð efstu fjögurra manna.

Tíu sinnum var strikað yfir Guðmund hjá Sjálfstæðismönnum. Sex sinnum var strikað yfir nafn Guðbjargar Björnsdóttur, sem var í þriðja sæti og fimm sinnum yfir oddvitann Önnu Alexandersdóttur og Viðar Örn Hafsteinsson í fjórða sæti. Útstrikanir voru alls 31 á átta frambjóðendur. Níu kjósendur vildu breyta röðun á listanum og dreifðist það allvíða um listann.

Útstrikanir á Á-lista voru alls tólf og dreifðust á sex frambjóðendur. Á lista Endurreisnarinnar voru þær sex og dreifðust á fimm frambjóðendur.

Útstrikanir voru yfir höfuð fáar og fjarri því að hafa áhrif á röð frambjóðenda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar