Gunnþórunn áfram oddviti í Fljótsdal

tota vidivollum april14Gunnþórunn Ingólfsdóttir verður áfram oddviti Fljótsdælinga. Kosið var í helstu embætti á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar.

Gunnþórunn hefur verið oddviti frá árinu 2002 en oddvitinn sinnir einnig daglegum rekstri skrifstofu sveitarfélagsins í fullu starfi.

Varaoddviti leysir hana af en það verður á þessu kjörtímabili Lárus Heiðarsson.

Kosið var í helstu nefndir og ráð Fljótsdælinga á hreppsnefndarfundinum í síðustu viku en á vegum hreppsins starfa byggingar- og skipulagsnefnd, kjörstjórn, fjallskilanefnd, landbótasjóður og ferðamálanefnd.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar