Vilja að byrjað verði á Seyðisfjarðargöngum 2016

seydisfjordur april2014 0006 webBæjarstjórn Seyðisfjarðar vill að byrjað verði á framkvæmdum við Seyðisfjarðargöng árið 2016. Til þess þarf að tryggja fjármagn í rannsóknir þannig að þeim ljúki í tæka tíð.

Þetta kemur fram í áskorun sem samþykkt var á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í síðustu viku. Rannsóknir á Fjarðarheiði eru hafnar en bæjastjórnin vill að tryggt verði nægt fjármagn þannig að þeim verði lokið á þremur árum eða fyrr.

„Framtíðarmöguleikar byggðarlagsins velta á samgöngubótum með Seyðisfjarðargöngum undir Fjarðarheiði," segir í áskoruninni.

„Bæjarstjórn skorar á stjórnvöld að sjá til þess að Seyðisfjarðargöng verði inni á fyrsta tímabili samgönguáætlunar með upphaf framkvæmda árið 2016."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar