Rannsókn hafin á flugatviki við Egilsstaði

flugvel 04072014 0022 webRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið rannsókn sína á því þegar lítil flugvél sendi út neyðarkall yfir Austfjörðum í byrjun mánaðarins.

Vélin var á leið frá Færeyjum til Egilsstaða þegar hún lenti í mikilli þoku yfir Austfjörðum. Vélin var ekki búin til blindflugs og sendi flugmaðurinn því út neyðarkall þegar hann lenti í skýjunum.

Samkvæmt fréttum hvarf vélin um tíma af ratsjám en kom síðar niður úr þokunni og lenti heilu og höldnu á flugvellinum á Egilsstöðum.

Hjá Rannsóknarnefndinni fengust þær upplýsingar að rannsókn væri hafin á atvikinu og væri í ferli. Að öðru leyti voru menn ekki tilbúnir að tjá sig um framvindu hennar á þessu stigi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar