Rúmlega 100 milljóna gjaldþrot Hótels Egilsstaða

valaskjalf webEngar eignir fundust í búi Hótels Egilsstaða en skiptum á búinu lauk fyrir skemmstu. Lýstar kröfur í búið námu rúmum 103 milljónum króna.

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember en skiptum lauk í vor.

Hótel Egilsstaðir var með rekstur í Valaskjálf á Egilsstöðum.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar skiptaloka á móðurfélagi þess, Hótel Sól, sem einnig rak hótelið á Reyðarfirði.

Nær engar eignir fundust upp í kröfur á hendur því upp á tæpan 1,5 milljarð króna.

Valaskjálf var auglýst til sölu í mars 2013 og er enn á sölu. Hótelið er þó í rekstri í sumar en fasteignirnar eru í eigu Landsbankans.

Ásett verð er 210 milljónir króna og nær það yfir bæði húsin, annars vegar félagsheimili byggt árið 1966 og hins vegar hótelið sem byggt var 1977.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar