Fyrrum rekstrarfélag Hótels Tanga tekið til gjaldþrotaskipta

hotel tangi webHáahraun ehf., fyrrum rekstrarfélag Hótels Tanga á Vopnafirði, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Nýir rekstraraðilar eru teknir við rekstri hótelsins.

Frá gjaldþrotinu er greint í Lögbirtingablaðinu en samkvæmt ársreikningaskrá Ríkisskattstjóra var ársreikningi fyrir Háahraun síðast skilað árið 2010.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps reyndi í vetur að selja hótelbygginguna. Sveitarfélagið á fasteignina í gegnum Arnarvatn ehf. sem á sínum tíma var stofnað til að halda utan um lagfæringar á húsinu.

Í ársreikningi Vopnafjarðarhrepps fyrir síðasta ár kemur fram að tap á rekstri Arnarvatns hafi verið 2,5 milljónir króna. Þar kemur einnig fram að skuldir félagsins umfram eignir séu 33 milljónir króna.

Eftir að sveitarstjórnin taldi fullreynt í vor að selja hótelið var gengið til samninga við eigendur Ollasjoppu um að sjá um reksturinn hótelsins í sumar, sem þeir hafa og gert.

Mynd: Örn Björnsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar