Inger L. Jónsdóttir skipuð lögreglustjóri Austurlands

inger l jonsdottir jonas wilhelms elvar oskar logga esk editInger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, hefur verið skipuð lögreglustjóri Austurlands. Tilkynnt var um skipan nýrra lögreglustjóra sem tekur gildi 1. janúar í dag.

Embætti lögreglustjóra á landinu verða 9 í stað 15 með nýjum lögum um lögregluumdæmi. Ný lögreglulið njóta styrks af stærri liðsheild, færri stjórnendum og hagkvæmari rekstri að því er segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, skipar í embættin í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar.

Ráðherra ákveður að höfðu samráði við viðkomandi lögreglustjóra og aðra hagsmunaaðila hvar í umdæminu aðalstöð lögreglustjóra verður.

Það verður hlutverk lögreglustjóra að skipuleggja starfsemi lögregluliðanna og jafnframt að ákveða hvaða starfslið hefur aðsetur á aðalstöð og öðrum varðstöðvum.

Nú þegar hafa verið birt til kynningar og samráðs umræðuskjöl um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra embætta og hafa ráðuneytinu borist fjölmargar ábendingar og athugasemdir sem farið verður yfir með nýskipuðum lögreglustjórum.

Í þeim er gert ráð fyrir að lögreglustjórinn á Austurlandi, í umdæmi sem nær frá Vopnafirði yfir í sveitarfélagið Hornafjörð, verði með aðsetur á Eskifirði.

Inger hefur gegnt núverandi embætti frá 1. október 1980.

Inger L. Jónsdóttir, lengst til vinstri í mynd. Mynd: Innanríkisráðuneytið

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar