Strandveiðar stöðvaðar úti fyrir Austfjörðum
Síðasti dagur strandveiða á svæði C, sem nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps, í júlí var í gær.Búið er að veiða 956,5 tonn á svæðinu í mánuðinum en heimildirnar voru rúmar þar sem ekki tókst að veiða allan kvóta maí og júní. Þorskur er tæp 90% aflans. Alls var 141 bátur skráður við veiðar á svæðinu í júlí og landanir 1.660, samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Í ágúst er heimilt að veiða 331 tonn á svæðinu.