Jens Garðar: Hanna Birna verður að víkja

jens gardar stfj mai14Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs, segir að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra sé ekki sætt í embætti lengur, í það minnsta á meðan að rannsókn á svonefndu lekamáli stendur yfir.

Jens Garðar birti eftirfarandi stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld:

Að vera í forystu fyrir land og þjóð er mikill heiður. Því fylgir að viðkomandi verður að njóta trausts, vera heiðarlegur í verkum sínum og gjörðum og landsmenn verða að geta treyst því að sagt sé satt og rétt frá - og þeir séu upplýstir á sem bestan hátt.

Því miður er nú svo komið að ágætum innanríkisráðherra er ekki lengur sætt í embætti - amk meðan á rannsókn stendur - þar sem traust og trúverðugleiki ráðuneytis hennar er því miður of laskað. Málið snýst um trúverðugleika ráðuneytis hennar og þar með hagsmuni þjóðrinnar en ekki persónur og leikendur.

Jens Garðar er fyrsti framámaðurinn innan Sjálfstæðisflokksins sem stígur afdráttarlaust fram og krefst þess að Hanna Birna víki úr embætti.

Auk þess að vera oddviti flokksins í Fjarðabyggð hefur Jens verið framarlega á listum flokksins fyrir alþingiskosningar undanfarin ár.

Hann bauð sig fram til embættis 2. varaformanns flokksins þegar fyrst var kosið til þess á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins 2012 en laut í lægra haldi fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar