Lögreglan: Engin alvarleg mál um verslunarmannahelgina

logreglanEngin alvarleg mál komu til kasta lögreglu á Austurlandi um verslunarmannahelgina. Nokkuð var um of hraðan akstur í á svæðinu.

Talsverður erill var í umdæmi lögreglunnar á Eskifirði „eins og gengur þegar mikið er af fólki að skemmta sér," að sögn Jónasar Wilhelmssonar, yfirlögregluþjóns.

Neistaflug fór fram í Neskaupstað en engin alvarleg mál komu þó upp.

56 voru kærðir fyrir of hraðan akstur, þar af voru 75% erlendir ferðalangar. Langflestir voru teknir sunnan við Höfn í Hornafirði.

Helgin var mjög róleg í embætti lögreglustjórans á Seyðisfirði. Bókanir og verkefni voru 26, þar af voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km/klst.

Tvö minniháttar óhöpp urðu í umferðinni og aðeins um eignatjón að ræða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar