Sumarfrí á Ítalíu valda seinkunn á opnun Hulduhlíðar

eskifjordur mai14Opnun nýs hjúkrunarheimilis á Eskifirði tefst um tvo mánuði þar sem ekki tókst að afhenda ný húsgögn í tæka tíð. Seinkunin hefur annars lítil áhrif á starfsemina.

Til stóð að vígja nýja hjúkrunarheimilið á mánudaginn var, þann 18. ágúst en félagsmálanefnd Fjarðabyggðar ákvað að fresta vígslunni fram í október.

Ástæðan er að afhending húsgagna frá söluaðilum dregst að minnsta kosti fram í lok september.

„Ítalska fyrirtækið sem framleiðir húsgögnin náði ekki að afhenda þau áður en þeir lokuðu vegna sumarleyfa. Á Ítalíu lokuðu menn fyrirtækju 1. ágúst og allir fara í sumarfrí, hvernig sem á stendur," segir Árni Helgason, framkvæmdastjóri Hulduhlíðar.

Hann segir frestunina „sérstaklega leiðinlega" þar sem 18. ágúst er samofinn sögu Eskifjarðar og Hulduhlíðar.

Framkvæmdir hófust þann 18. ágúst árið 2011 en þann dag var nýverandi Hulduhlíð vígð árið 1989 auk þess sem Eskifjarðarbær átti afmæli þennan dag.

Til stóð að þeim lyki í fyrra sumar en af því varð ekki, meðal annars því skipta þurfti um aðalverktaka á byggingatímabilinu.

Nú er framkvæmdum að mestu lokin. Lóðin er þó eftir og unnið er við byggingu garðskálans sem byggður er fyrir gjafafé úr gjafasjóði Thors Klausens.

Árni segir að seinkunin hafi að öðru leiti „ekki svo mikil áhrif" á starf hjúkrunarheimilisins og nýr vígsludagur verði ákveðinn þegar útséð verði hvenær allt verði tilbúið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.