Hefst gos í Bárðarbungu á laugardaginn kl. 7?

EldgosÞað hafa margir í gegnum tíðina spáð fyrir hinum og þessum atburðum. Sumt hefur staðist og annað ekki. Þegar Klara Tryggvadóttir var 11 ára dreymdi hana fyrir eldgosinu á Heimaey en fáir hlustuðu. Nú hefur hún sett fram spá um upphaf eldgoss í kjölfar jarðhræringanna í Bárðarbungu.

Það voru Eyjafréttir sem greyndu frá þessu í gær. En samkvæmt færslu Klöru á Fésbókarsíðu sinni dreymir hana mikið gos og jarðskjálfta þessa dagana, flóð og vesen.

Út frá draumum sínum hefur hún sett fram spá um upphaf eldgoss í kjölfar jarðhræringanna í Bárðarbungu. "Er smá að pæla og spá út frá draumum, er að spá í hvort að það byrji 23. ágúst og endi 18. sept..... og byrjar kannski kl. 7.... " segir Klara í fésbókarfærslu sinni á miðvikudag. Nú er bara spurning hvort hún hafi rétt fyrir sér eins og síðast.




Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.