Skip to main content

Norðfjarðargöng: Vara við umferð stórra farartækja við innkeyrsluna til Eskifjarðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. ágú 2014 11:21Uppfært 25. ágú 2014 11:23

agust25082014Verktaki Norðfjarðarganga hefur nú hafið vinnu við að keyra í landfyllingar austan við Norðfjarðarveg (92) skammt sunnan sundlaugarinnar á Eskifirði, þar sem komið er inn í bæinn frá Reyðarfirði.


Rétt á meðan verið er að stækka fyllinguna verða þessir stóru bílar að bakka yfir veginn og bílstjórar og aðrir vegfarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát.

Tafir ættu að verða litlar sem engar þegar fyllingin verður nægilega stór til að vörubílarnir geti snúið við þar, en áfram verður vitanlega brýnt að sýna aðgát.

Ljósmyndir: Ófeigur Örn Ófeigsson

agust25082014 2 web