Skyggnst inn í Norðfjarðargöng – Myndband

agust20082014 1Hlynur Sveinsson, myndatökumaður í Neskaupstað, gægðist í gær inn í ný Norðfjarðargöng en búið er að grafa rúm 40% af heildarlengd ganganna í bergi.

Í síðustu viku voru grafnir samtals 93,8 metrar, þar af 30,8 metrar Eskifjarðarmegin og 63 Norðfjarðarmegin. Alls er búið að grafa 3124 metra eða 41,3% af heildarlengd ganga í bergi.

Hlynur fór af stað frá Norðfirði og keyrði inn í göngin þeim megin frá.

Ljósmynd: Ófeigur Ö. Ófeigsson


 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar