Fann fyrir jarðskjálfta í Hrafnkelsdal: Ég lá upp í rúmi og ætlaði að fara að leggja mig þegar ég fann greinilegan titring

Siggi vadbrekkuJarðhræringar við Bárðabungu heldur áfram og segir Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að jarðskjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli sé enn stöðug og jarðskjálftar öflugri. Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 mældist í jöklinum í hádeginu og áhrifa hans gætti alla leið í Hrafnskelsdal.

Í nótt mældist skjálfti klukkan 01:26 af stærðinni 5,7. Þá varð annar jarðskjálfti í dag klukkan 11:56 að stærðinni 4,6 á um 8 km dýpi við jökulsporðinn í Dyngjujökli.

„Þetta var rétt fyrir 12 í hádeginu í dag og ég var bara að leggja mig þegar ég finn smá titring sem byrjaði smátt en jókst svo gífurlega. Þetta varði í um 10 sekúndur. Svo fann ég greinilega nokkra eftirkippi“, segir Sigurður Aðalsteinsson sem var staddur á Vaðbrekku þegar skjálftinn reið yfir.

„Ég hefði aldrei fundið fyrir þessu nema að ég lá upp í rúmi, en þetta var greinilegt. Ég þóttist vita að þetta væri jarðskjálfti en kippti mér ekki upp við það, en grunur minn var staðfestur þegar ég las svo fréttirnar seinna um daginn“, segir Siggi þegar Austurfrétt hafði samband við hann.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.