Jökuldælingar flýta smalamennsku: Erum búnir að vera í startholunum
Í ljósi þess að gos hófst rétt eftir miðnætti í gær nyrst í Holuhrauni norður af Dyngjujökli hafa bændur á norðanverðum Jökuldal ákveðið að flýta smalamennsku um eina viku.„Við ætlum að smala og taka heim fé úr svonefndum Fjallgörðum sem afmarkast af landssvæðinu austan Þríhyrnings og norðan vatna þ.e. Þverár -, Ána- og Sænautavatni og út að þjóvegi 1.“, segir Sigvaldi Ragnarsson bóndi á Hákonarstöðum og gangnastjóri Fjallgarða á umræddu svæði
„Við erum í raun að flýta smalamennsku um eina viku en við höfðum ráðgert að smala þann 5. september. Við erum í búnir að vera í startholunum vegna yfirvofandi vá, og klárir í slaginn með stuttum fyrirvara ef að þörf yrði á“, segir Sigvaldi í samtali við Austurfrétt.