Eldgosið í Holuhrauni séð frá Fjallkolli í Hrafnkelsdal
Hraungosið í Holuhrauni helst stöðugt þó ekkert lát sé jarðskjálftavirkni á svæðinu. Bjarminn af gosinu sést víða og fylgjast margir með úr fjarlægð. Blaðamaður Austurfréttar slóst í för með Aðalsteini Sigurðarsyni, bónda á Vaðbrekku þegar hann skellti sér upp á Fjallkoll til að freista þess að ná myndum af gosinu.Mikið rok var á svæðinu þegar komið var á áfangastað og skylirðin fyrir myndatöku fekar erfið. Þessa mynd tók Aðalsteinn á Fjallkolli kl 01:00 s.l. nótt, og eins og sjá má sést bjarminn og eldtungurnar greinilega yfir í Hrafnkelsdal.