Hálslón er fullt og rennsli verður á yfirfalli
Íbúar við Jökulsá á Brú fengu svo hljóðandi tilkynningu frá Landsvirkjun í morgun: Hálslón er fullt og rennsli verður á yfirfalli.Eins og íbúar við Jökulsá á Brú þekkja er Jökulsáin tær bergvatnsá allt sumarið. En frá og með deginum í dag þegar lónið fylltist verður Jökulsáin eins flestir kannast við hana, mórauð og óárennileg.
Á meðfylgjandi mynd sést fossinn Hverfandi sem myndast þegar Jökla fer á yfirfall á Kárahnjúkastíflu. Allt sumarið er yfirfallið þurrt en þegar lónið fyllist fer Jökla að renna um yfirfallið og ofan í Dimmugljúfur í þessum tilkomumikla fossi sem hverfist undir oft á tíðum fallegum regnboga.
Mynd: Sigurður Aðalsteinsson