Sigldi á fullri ferð á skerið
Allt bendir til þess að Akrafell, skip Samskipa sem strandaði í Reyðarfirði í morgun, hafi siglt á mikilli ferð beint á sker sem liggur örskammt undan landi við bæinn Vattarnes. Mjög gott veður er á strandstað og mikill viðbúnaður.Ætla má að skipið hafa verið á allt að 12 til 13 hnúta hraða þegar það steytti á skerinu þar sem það situr nú á klöpp. Við áreksturinn kom gat, eða göt, á skrokk skipsins en ekki er vitað hversu stór þau kunna að vera.
Sjór flæðir stöðugt inn í skipið, meðal annars inn í vélarrúm þess. Áhersla er lögð á af hálfu björgunarmanna að reyna að dæla sjó úr vélarrúminu en þeir hafa verið að frá því um klukkan sex í morgun. Þrátt fyrir það hefur ekki tekist að hafa undan lekanum og sjór hækkar jafnt og þétt í skipinu eftir því sem fellur að.
Mörg skip og bátar eru nú á strandstað. Komið hefur verið taug úr Akrafellinu og yfir í togveiðiskipið Aðalstein Jónsson. Það er einkum gert í öryggisskyni ef ske kynni að Akrafell losnaði á flóðinu. Ekki er þó talið líklegt að svo fari. Auk Aðalsteins er einnig Vilhelm Þorsteinsson, skip Samherja, á strandstað og bíður átekta.
Svæðisstjórn björgunarsveita er með aðgerðastöð í björgunarskipinu Hafbjörgu frá Neskaupstað, en að auki eru á staðnum þó nokkrir minni bátar frá björgunarsveitunum á Austurlandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og er komin á staðinn.
Engin merki sjást enn um olíubrák, en menn eru við öllu búnir og mengunargildrur eru tilbúnar á staðnum. Slökkvilið Fjarðabyggðar fer með stjórn mengunarvarna. Gott veður er á strandstað og allmarga hefur drifið að til að fylgjast með gangi mála.
Mynd 1: Skjáskot af vefnum marinetraffic.com
Mynd 2: Akrafell á strandstað - GG
Mörg skip og bátar eru nú á strandstað. Komið hefur verið taug úr Akrafellinu og yfir í togveiðiskipið Aðalstein Jónsson. Það er einkum gert í öryggisskyni ef ske kynni að Akrafell losnaði á flóðinu. Ekki er þó talið líklegt að svo fari. Auk Aðalsteins er einnig Vilhelm Þorsteinsson, skip Samherja, á strandstað og bíður átekta.
Svæðisstjórn björgunarsveita er með aðgerðastöð í björgunarskipinu Hafbjörgu frá Neskaupstað, en að auki eru á staðnum þó nokkrir minni bátar frá björgunarsveitunum á Austurlandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og er komin á staðinn.
Engin merki sjást enn um olíubrák, en menn eru við öllu búnir og mengunargildrur eru tilbúnar á staðnum. Slökkvilið Fjarðabyggðar fer með stjórn mengunarvarna. Gott veður er á strandstað og allmarga hefur drifið að til að fylgjast með gangi mála.
Mynd 1: Skjáskot af vefnum marinetraffic.com
Mynd 2: Akrafell á strandstað - GG