Green Freezer laust af strandstað

green freezer thor tog thorlmagnVarðskipið Þór togaði flutningaskipið Green Freezer af strandstað nú rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Eftir að slík tilraun mistókst fyrir sólarhring var olíu dælt úr skipinu til að létta það.

Skipið strandaði við bæinn Eyri í sunnanverðum Fáskrúðsfirði klukkan átta á miðvikudagskvöld. Þar sem ekki var talin hætta á ferðum fékk útgerðin frest í sólarhring til að vinna eigin björgunaráætlun. Þar sem hún þótt ekki raunhæf greip Landhelgisgæslan inn í.

Skipið var dregið út á fjörðinn þar sem ástand þess verður metið. Vélarbilun olli strandinu en skipið festist í bakkgír og fór á fullri ferð upp í fjöru.

Skipið er smíðað í Noregi árið 1991 en skráð á Bahama í dag. Það er í eigu Green Management í Póllandi en Nesskip eru umboðsaðili þess hérlendis.

Mynd: Þórlindur Magnússon

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar