Skiptum lokið á búi Skuldaþaks

reydarfjordur hofnEkkert fékkst upp í rúmlega þrjátíu milljóna króna kröfur í þrotabú Skuldaþaks ehf. sem skráð var með lögheimili á Reyðarfirði.

Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá var fyrirtækið stofnað árið 2009 með þann tilgang að leigja út atvinnuhúsnæði. Það var skráð til heimilis að Hafnargötu 3 á Reyðarfirði.

Ársreikningi var skilað fyrir stofnárið en engir reikningar eru skráðir síðan hjá fyrirtækjaskrá.

Skuldaþak ehf. var úrskurðað gjaldþrota með úrskurði héraðsdómi Norðurlands eystra í maí.

Skiptum á búinu lauk í síðasta mánuði og fram kemur í Lögbirtingablaðinu að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur upp á 30,45 milljónir króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar