Sigrún Blöndal nýr formaður SSA

sigrun blondal x2014Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, er nýr formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Sigrún kemur ný inn í stjórnina en hún hefur verið bæjarfulltrúi Héraðslistans frá árinu 2010 og tók í vor við sem forseti bæjarstjórnar.

Þrjú halda áfram úr fráfarandi stjórn, þau Gauti Jóhannesson á Djúpavogi, Arnbjörg Sveinsdóttir á Seyðisfirði og Jón Björn Hákonarson úr Fjarðabyggð.

Ný inn í stjórn koma auk Sigrúnar þeir Gunnar Jónsson, Fljótsdalshéraði og Stefán Grímur Rafnsson, Vopnafirði og Hákon Hansson, Breiðdalsvík.

Sigrún var kosin formaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldin var að loknum aðalfundi SSA á Vopnafirði á laugardag. Hún tekur við af Valdimar O. Hermannssyni, bæjarfulltrúa úr Fjarðabyggð, sem gegndi stöðunni 2010-2014.

Sigrún hefur áður setið í stjórn SSA og stjórn Austurbrúar auk þess að sitja í starfshópum og nefndum á vegum Fljótsdalshéraðs, SSA og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar