Kjartan Þorkelsson: Grundvallaratriði að vinna viðbragðsáætlanir í samvinnu við íbúana

kjartan thorkelsson hvolsvelli webSamráð við íbúa er lykilþáttur í gerð viðbragðsáætlana vegna eldgosa. Sú vinna tók átta ár. Íbúar hefðu viljað rýma víðar í Eyjafjallajökulsgosinu 2010.

„Við byrjuðum á hættumati árið 2002 og í framhaldinu var rýmingar- og viðbragðsáætlun unnin og kynnt íbúum," segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli og formaður almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

„Við héldum marga litla íbúafundi þétt og títt og þeir síðustu fóru fram rétt áður en gosið hófst. Við lögðum upp með ákveðnar hugmyndir og fólkið vann þær með okkur."

Kjartan kom austur á þriðjudag og sagði fulltrúum viðbragðsaðila á Austurlandi frá reynslu Sunnlendinga úr gosunum þar 2010 og 2011.

„Það er grundvallaratriði að hafa íbúana með og þeir séu upplýstir um allt sem er í gangi. Við gættum þess vel að koma skilaboðum til íbúa og þeir hefðu sömu upplýsingar í höndunum og við þegar við tókum ákvarðanir," segir Kjartan.

Hann segir áætlanirnar hafa gengið vel þegar á reyndi. „Við vorum búnir að halda æfingar og kerfið gekk upp því rýmingar gengu vel."

Aftur var sest niður með íbúum eftir gosin og farið yfir hvernig áætlanirnar virkuðu. „Heilbrigðisyfirvöld töldu ekki ástæðu til að rýma vegna öskufalls en íbúarnir vildu að við hefðum í samráði við þá tekið harðar á rýmingu.

Í hanna hefði þá verið farið skipulega þannig við vissum hvar fólkið væri og gætum verndað eigur þess ef það væri í burtu."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar