Bleikar og sætar og láta gott af sér leiða: Skorum á önnur fyrirtæki að gera eins!

haris bleikt ot14 0009 webÍ tilefni af bleikum október ætla stelpurnar á hárgreiðslustofunni Hár.is í Fellabæ styðja við átakið með því að láta 100 kr. af hverri klippingu renna til Krabbameinsfélags Austurlands í október.

"Þetta er liður hjá okkur í að vekja athygli á Bleiku slaufunni, árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins í þágu kvenna,“ segir Ásgerður Felixdóttir annar eigandi Hár.is í samtali við Austurfrétt.

„Við tökum þetta alla leið. Við settum bleik ljós í gluggana og erum með tilboð á bleikum vörum. Við fengum nefnilega nokkrar vörutegundir í bleikum umbúðum sértaklega í tilefni bleika átaksins. Bleiku höfuðhandklæðin eru áberandi og svo klæðum við okkur í eitthvað bleikt til að undirstrika þetta allt. Við skorum svo á önnur fyrirtæki á svæðinu til að gera eins. Við vitum aldrei hvenær eða hvort við þurfum á þessu að halda,“ segir Ásgerður að lokum.

Mynd:GG



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar