Green Freezer dreginn í burtu

green freezer burtu eidurrFlutningaskipið Green Freezer er á förum frá Fáskrúðsfirði á morgun. Norskur dráttarbátur sem draga mun það til Póllands kom til Fáskrúðsfjarðar í dag.

Skipið strandaði í Fáskrúðsfirði þann 17. september síðastliðinn og var dregið af strandstað þremur dögum síðar. Stýri þess og skrúfa löskuðust í strandinu.

Gert er ráð fyrir að ferðin til Póllands taki tíu daga. Þar fer skipið í slipp. Það er skráð á Bahamaeyjum en í eigu Green Management í Póllandi.

Mynd: Eiður Ragnarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar