Sif Hauksdóttir ráðin verkefnastjóri hjá Breiðdalshreppi
Sif Hauksdóttir, skólastjóri Grunnskóla Breiðdalshrepps, hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu. Hún og hreppsnefndarmenn munu skipa með sér starfi sveitarstjóra.Þetta staðfesti Hákon Hansson, oddviti hreppsnefndar, í samtali við Austurfrétt í dag.
Sif tekur við starfinu 15. október en Páll Baldursson, sem verið hefur sveitarstjóri undanfarin átta ár, lætur af störfum innan tíðar.
Starf verkefnastjórans snýst um að stýra fjármálum og daglegum rekstri sveitarfélagsins. Sif tók í sumar við starfi skólastjórans og mun gegna því áfram en hluta kennsluskyldu verður létt af henni.
Þá munu oddviti og fleiri hreppsnefndarmenn taka að sér ákveðin verkefni sem annars hafi verið í höndum sveitarstjórans sem var í fullu starfi.
Hákon segir erfiða fjárhagsstöðu Breiðdalshrepps hafa orðið til þess að þessi óhefðbundna leið hafi verið farin.
Starf verkefnastjórans snýst um að stýra fjármálum og daglegum rekstri sveitarfélagsins. Sif tók í sumar við starfi skólastjórans og mun gegna því áfram en hluta kennsluskyldu verður létt af henni.
Þá munu oddviti og fleiri hreppsnefndarmenn taka að sér ákveðin verkefni sem annars hafi verið í höndum sveitarstjórans sem var í fullu starfi.
Hákon segir erfiða fjárhagsstöðu Breiðdalshrepps hafa orðið til þess að þessi óhefðbundna leið hafi verið farin.