Samkaup: Stóð ekki til að loka á Borgarfirði

samkaup straxFramkvæmdastjóri Samkaupa segir að ekki hafi staðið til að loka verslun fyrirtækisins á Borgarfirði eystri. Nýir aðilar tóku við rekstri hennar í morgun.

„Við höfum átt í vissum vandræðum með að manna búðina," segir Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa.

Starfsmaður frá Norðfirði hefur að undanförnu leyst verslunarstjórann af en því tímabili var að ljúka og því varð að finna aðrar lausnir.

Samkaupsmenn hafi leitað að aðila á Borgarfirði og í því samhengi hafi verið farið út í viðræður við hjónin Arngrím Viðar Ásgeirsson og Þóreyju Sigurðardóttur, sem reka ferðaþjónustuna Álfheima og það endað með því að þau hafi keypt reksturinn.

Húsnæðið verður hins vegar áfram í eigu Samkaupa. Ómar kveðst ánægður með lyktir málsins.

„Heimaaðilar sáu sér hag í að kaupa reksturinn og um leið renna fleiri stoðum undir eigin rekstur tengdan ferðaþjónustu á staðnum og ég held að það sé jákvæð niðurstaða fyrir alla."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar