Vopnafjörður fær mestan byggðakvóta

vopnafjordurVopnafjörður er það byggðarlag á Austfjörðum sem fær mestan byggðarkvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/15. Sjö byggðarlög á svæðinu fá kvóta.

Vopnfirðingar fá 300 tonna þorskígildiskvóta sem er hámarksúthlutun. Fimm önnur byggðarlög á landinu fá sama skammt.

Alls koma ríflega 1000 tonn af yfir 6100 í hlut Austfirðinga. Djúpavogsbúar fá 194 tonn, Stöðfirðingar 184, Seyðfirðinga 141, Borgfirðingar 101, Breiðdælingar 90 og Mjófirðingar 15.

Formlega er það sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem tekur ákvörðun um úthlutun kvótans en hún byggir á upplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla, botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2004/2005 til fiskveiðiársins 2013/2014.

Alls er byggðakvóta úthlutað til 31 sveitarfélags og í þeim fengu 48 byggðarlög úthlutun.

Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá sex byggðarlög það hámark. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar, og fá átta byggðarlög þá úthlutun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar