Mengun í Jökuldal mælist 3400 míkrógrömm á rúmmetra: Finnum vel fyrir menguninni

Mengun jokuldalurÍbúar í Jökuldal hafa fundið fyrir mikilli brennisteinsdíoxíð mengun frá Holuhrauni í dag og sýna mælar 3400 míkrógrömm á rúmmetra.

„Mælirinn byrjaði að pípa á milli níu og tíu í morgun, og um hádegi sýndi hann 3400 míkrógrömm á rúmmetra og hefur hann ekki farið undir 3000 síðan,“ segir Sonja Valeska Krebs, bóndi á Eiríksstöðum. Mælir frá Umhverfisstofnun er staðsettur á bænum.

Upp úr hádegi sendi Almannavarnir íbúum Jökuldals skilaboð og hvatti þá til að loka gluggum, kynda vel og halda sér inni.

„Við finnum vel fyrir menguninni og öllu sem henni fylgir. Og ég sé það líka á hestunum mínum, að það er farið að leka úr augunum á þeim,“ segir Sonja

Í töflu á heimasíðu Almannavarna kemur fram að ef styrkur fer yfir 600 míkrógrömm á rúmmetra er fólki ráðlagt að halda sér innandyra forðast áreynslu utandyra. Því er óhætt að segja að mengunin í Jökuldal er gífurlega mikil og mjög óholl.

Myndin sýnir gríðarlega mengun við Eiríksstaði á Jökuldal. Myndina tók Aðalsteinn Sigurðarson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar