Almannavarnir enn að þróa SMS-sendingar: Trúlega verið gott að senda á fleiri senda

Mengun jokuldalurViðvaranir almannavarna vegna gosmengunar á Efri Jökuldal í gær bárust ekki til allra íbúa á svæðinu. Talsmenn almannavarna segja enn verið að þróa sendingarnar.

„SMS boðin sem send voru í gær fóru á farsímasendi sem staðsettur er á Jökuldal – trúlega hefði verið gott að senda boðin á fleiri farsímasenda í næsta nágrenni til að fá betri dekkun," segir í svari almannavarna við fyrirspurn Austurfréttar.

Á svæðinu eru tveir farsímasendar og svo virðist sem þeir sem treysta á ytri sendirinn hafi ekki fengið boðin.

„Þessar SMS sendingar eru enn í þróun og hafa símafyrirtækin verið að vinna að þessu með almannavörnum. Einnig lærum við hvernig er best að nota þetta eftir hverja sendingu. Þá geta ýmis tæknileg vandamál komið upp við útsendingu sem leiða til þess að boðin berast ekki í alla farsíma."

Gosmóðan á Jökuldal í gær. Mynd: Aðalsteinn Sigurðsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar