Yfirlögregluþjónninn lagði ólöglega: Ég vísa þessu bara til föðurhúsana. Var í fullum rétti
Opnunarhátíð Hulduhlíðar fór fram fyrir fullu húsi um helgina. Um 300 gestir samglöddust íbúum á þessum merku tímamótum og skoðuðu sig um í nýjum heimkynnum hjúkrunarheimilisins á Eskifirði.Yfirlögregluþjónninn á Eskifirði Jónas Wilhelmsson var einn af þeim sem var viðstaddur, en samkvæmt meðfylgjandi mynd sem barst Austurfrétt í morgun má sjá svartan einkabíl yfirlögregluþjónsins IN 064 lagðan í stæði fyrir fatlaða.
„Ég var þarna með móður mína sem er mjög treg til gangs, hún er með sjúkdóm sem veldur því svo þetta var upplagt. Ég var í fullum rétti að leggja þarna með móður mína sem notar kannski ekki hjólastól en hún gengur við grind til að komast leiðar sínar,“ segir Jónas yfirlögregluþjónn í samtali við Austurgluggann.
En hvað með merkingar? „P merkingarnar eru í bílnum hennar. Hún á sjálf bíl sem henni er skutlað á fram og til baka. Þennan dag var hann bara fullur af vetrardekkjum svo það var ekki hægt að nota hann og því notaði ég bara minn, en gleymdi að taka fatlaða skiltið með. Ég vísa þessu bara beint til föðurhúsana,“ segir Jónas að lokum.
Mynd:. Ef myndin er súmmuð upp sést merki fatlaðra greinilega undir bílnum.