Umferðaróhapp fyrir framan Bónus: Ömurlegt þegar fólk stingur af eftir ákeyrslu

rispadur billÞað óhapp átti sér stað á bílaplaninu fyrir framan Bónus á Egilsstöðum síðastliðin miðvikudag að keyrt var á bíl Fríðu Björnsdóttur, leiðbeinandi hjá Stólpa. Töluvert tjón er á bílnum og virðist sem að ökumaðurinn sem olli tjóninu hafi stungið af.

„Ég fór að versla í Bónus um kl. 16:20 og var komin út fjörtíu mínútum síðar. Ég tók samt ekki eftir þessu fyrr en ég kom heim þar sem ég lagði bílnum þannig að ég gat bara keyrt beint úr stæðinu og þurfti ekki að bakka. Þetta er trúlegast eftir dökkfjólubláan upphækkaðan jeppa sem var að bakka úr stæði. Þetta er svakalegt og mér finnst skítt að viðkomandi ökumaður hafi ekki sýnt sóma sinn að gangast við þessu. Finnst ömurlegt þegar fólk stingur af eftir ákeyrslu.“ segir Fríða í samtali við Austurgluggann.

Fríða hafði samband við lögregluna sem kom og skoðaði bílinn og tók myndir. „Mér brá þegar ég sá þetta og fékk smá sjokk. Ég byrjaði á því að láta manninn minn vita sem er í útlöndum, og tók svo myndir og setti á facebook í von um að einhver hefði séð þetta og auglýsti hreinlega eftir vitnum. Ég hringdi líka í lögregluna svo þetta er komið á mál hjá þeim. Daginn eftir gekk ég svo á milli verslananna við Bónus og spurði hvort einhver hafði heyrt eða séð eitthvað, en engin var var við neitt. Ég hef engin viðbrögð fengið. Nú býð ég bara eftir að maðurinn minn komi heim til að klára þetta mál. Við munum að öllum líkindum sitja upp með allt,“ segir Fríða að lokum.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um óhappið geta snúið sér til Fríðu eða bara beint til lögreglunnar.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.