Ein stærsta framkvæmd Fjarðabyggðarhafna

NorfjardarhofnEins og kom fram á vef Fjarðabyggðar fyrir skemmstu hefur stækkun Norðfjarðarhafnar gengið vel. Framkvæmdin er á áætlun og verður lokið við þriðja og stærsta verkhlutann í desember næstkomandi.

Ráðist var í stækkun Norðfjarðarhafnar í ljósi vaxandi umsvifa, sem hafa smám saman verið að sprengja núverandi umgjörð utan af sér, en höfnin er ásamt Vestmannaeyjarhöfn stærsta fiskihöfn landsins í lönduðum afla.

Meðal þess sem framkvæmdirnar fela í sér er flutningur smábátahafnar, færsla á varnargarði og lenging á stálþili.

Verkhlutar eru alls fimm og verður hafist handa við fjórða og fimmta hlutann á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki næsta haust.

Framkvæmdin er ein sú stærsta sem Fjarðabyggðarhafnir hafa tekist á hendur og nemur fjárfesting hafnanna í verkinu um 600 milljónum króna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.