Fundu hundaskít í sandkassanum: Þetta er ekki það sem maður vill sjá á leiksvæði barna

BrekkubaerÞau voru ekkert sérlega hrifin, litlu börnin á leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði þegar þau komu auga á hundaskít í sandkassanum sem þau voru að leika sér í.

Það var vefur Vopnafjarðar sem greindi frá þessu í síðustu viku. Það mun löngum hafa verið vandamál að eiga við kettina, sem fara ferða sinna án eftirlits, en hundar eiga undir engum kringumstæðum að vera lausir - lausaganga þeirra er með öllu óheimil.

„Það voru krakkarnir sem fundu þetta og létu okkur vita. Mér fannst þetta virkilega ógeðslegt, og þetta er ekki það sem maður vill sjá í sandkassa eða á leiksvæði barna. Ég hélt að þetta væri kattarskítur en svo var ekki, enda erum við með kattafælu og höfum ekki verið að finna kattarskít í kassanum,“ segir Sandra Konráðsdóttir, leikskólakennari í samtali við Austurfrétt.

Hundahald er heimilt á Vopnafirði en hundaeigendum er skylt að hafa þá í bandi. 

„Þetta hlýtur að hafa verið laus hundur. Ég trúi því bara ekki að viðkomandi hundaeigandi hafi bara leyft honum að gera þarfir sínar í kassann og labbað svo í burt. En það eru allir sammála um að þetta var ógeðslegt. Við biðjum bara hundaeigendur að passa dýrin sín betur, við viljum síst af öllu sjá þetta gerast aftur,“ segir Sandra.

Mynd: Leikskólinn Brekkubær
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.