Æskulýðsráð veitti Gunnari Gunnarssyni viðurkenningu

Gunni-Gunn 2Gunnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, fékk viðurkenningu Æskulýðsráðs fyrir störf sín í þágu æskulýðsstarfs á Austurlandi sem og víðar á landsvísu.

Gunnar Gunnarsson hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í margskonar félagsstörfum innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar. 19 ára gamall tók hann við formennsku í UMF Þristi og gegndi því til ársins 2007. Þá tók hann við formennsku í nemendafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum og þjálfaði spurningalið skólans. Gunnar hefur frá árinu 2005 setið í stjórn UÍA og verið í formennsku frá árinu 2012.

Gunnar hefur verið virkur í starfi innan UMFÍ, bæði í hinum ýmsu nefndum samtakanna, sem og í stjórn og þar á hann sæti í dag. Þá hefur Gunnar átt sæti í varastjórn NSU, den Nordiske Samorganisation for Ungdomsarbejede frá 2012-2014. Gunnar hefur nýtt reynslu sína og þekkingu úr ungmennafélagsstarfi til ýmissa annarra verka.

Mynd: umfí. Gunnar Gunnarsson með viðurkenninguna sem Æskulýðsfráð veitti honum


Það var umfi.is sem greindi frá.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.