Jólatónleikum frestað vegna veðurs: Við ráðum ekki við veðurguðina

JolatonleikarJólatónleikarnir sem áttu að vera í Valaskjálf í kvöld í boði og Kjöt- og fiskbúðar Austurlands og Salt cafe & bistro falla niður vegna veðurs.

„Tónlistarmennirnir eru veðurtepptir og komast ekki lönd, né strönd. Okkur þykir þetta rosalega leiðinlegt, en við getum ekkert gert, við ráðum ekki við veðurguðina,“ segir Eiki fisksali í samtali við Austurfrétt.

Það var Helga Möller, Óskar Pétursson, Valmar Valjaots og Magni Ásgeirsson áttu að stíga á sviðið í Valaskjálf í kvöld ásamt barnastjörnum af Héraði.

„Fólk þarf samt ekki að hafa neinar áhyggjur af því að það missi af tónleikunum. Þeir munu fara fram á í Valaskjálf á miðvikudaginn 17. desember næst komandi í staðinn," segir Eiki.

Jólatónleikum Estherar Jökulsdóttur sem áttu að vera í Eskifjarðarkirkju í kvöld hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að miðar sem keyptir voru í forsölu verði endurgreiddir.

Sjá líka:

Býður á jólatónleika: Þetta er jólagjöf af minni hálfu til viðskiptavina minna


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.