Býður á jólatónleika: Þetta er jólagjöf af minni hálfu til viðskiptavina minna

JolatonleikarKjöt- og fiskbúð Austurlands og Salt cafe & bistro auglýstu fyrir skemmstu ókeypis jólatónleika í Valaskjálf sem þakklætisvott fyrir fyrir einstakar móttökur á liðnu ári. Móttökurnar hafa ekki látið á sér standa.

„Fólk gat sótt miða í búðina til mín og á Salt gegn því að versla smáræði, og ég get svarið það þeir eru allir búnir hjá mér. Þeir flugu út eins og heitar lummur. Við létum gera 300 miða. Verst að maður geti ekki bara boðið öllum, en Valaskjálf tekur bara ákveðin fjölda.“ segir Eiki í Kjöt- og fiskbúð Austurlands í samtali við Austurfrétt.

Tónleikarnir verða á mánudaginn kemur þann 15. desember og hefjast þeir kl. 21 í Valaskjálf. Þar koma fram Helga Möller, Óskar Pétursson, Valmar Valjaots og Magni Ásgeirsson auk þess sem barnastjörnur hér af Héraði stíga á stokk.

Vildi bara sjá þetta gerast

En hvernig kom þetta til? „Þetta eiginlega atvikaðist þannig að ég bar þetta á góma við Jóa á Breiðavaði, að mig dauðlangaði til að halda jólatónleika. Hann hélt að ég væri snarvitlaus, því svona verkefni væri ekki fyrir einn mann að standa í, fyrir utan að það er dýrt. En ég vildi bara sjá þetta gerast. Eftir að við ræddum þetta aðeins tók Jói það að sér að vinna í þessu og þá kom á daginn að Þránni á Salti og Valaskjálf leyst vel á hugmyndina og vildi eindregið vera með. Við héldum svo áfram að vinna hugmyndina og nú er hún komin svo langt að tónleikarnir eru á mánudaginn.“

Jólagjöf 

Það er sannarlega ekki ókeypis að halda svona tónleika. „Nei, tónleikarnir kosta búðina mína nokkur hundruð þúsund. En við unnum þetta vel saman og allir lögðu sitt að mörkum. Ég lýt á þetta sem jólagjöf af minni hálfu til viðskiptavina minna,“ segir Eiki að lokum

eirikur audunn audunsson fiskbud 0001 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.