FAB LAB heillaði ráðherrann

Radherra fablabRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, gerði lykkju á leið sína í ferð þegar hún var á Egilsstöðum í síðustu viku og kynnti sér Fab Lab-stofu Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað.

Elvar Jónsson, skólameistari, tók á móti ráðherra, sem þótti mikið til Fab Labsins koma. Með ráðherra í för voru Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri atvinnumála hjá Fjarðabyggð.

Ráherra fékk einnig kynningu á Áfangastaðnum Austurland, sem áfangastaðarhönnuðurinn Daniel Byström leiðir, en að verkefninu standa Ferðamálasamtök Austurlands í samstarfi við Austurbrú og sveitarfélögin á Austurlandi. María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, sá um kynninguna, sem fram fór á Hótel Hildibrand í Neskaupstað.

Iðnaðarráðherra var staddur á Austurlandi vegna kynningarfundar um náttúrupassann á Egilsstöðum.

Mynd: Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, kynnti sér tæknina að baki Fab Labsins, í heimsókn sinni á Austurlandi nýlega.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.