Bestu hrútlömbin frá Sléttu og Bustarfelli

lombBændur á Sléttu í Reyðarfirði og Bustarfelli í Vopnafirði áttu hæst dæmdu austfirsku hrútlömbin síðasta haust. Sérfræðingur í sauðfjárrækt segir lambadóma hafa verið glæsilegri í haust en nokkru sinni áður.

Þetta kemur fram í samantekt Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á sauðfjárdómum frá nýliðnu hausti. Í Bændablaðinu var nýverið birtur listi yfir fimm stigahæstu hrútana í hverri sýslu.

Tveir stigahæstu hrútarnir í Norður-Múlasýslu komu báðir frá Bustarfelli og voru undan hrútinum Steini en þeir fengu 87 og 86,5 í meðaleinkunn.

Hæst dæmdi lambhrúturinn í Suður-Múlasýslu var hins vegar á Sléttu í Reyðarfirði undan Jökli og fékk 88 í heildareinkunn. Sá hrútur vó 65 kg og var með 40 í vöðva, sem telst afar gott.

Á vef RML er einnig birtur listi yfir hæstu búsmeðaltöl fyrir bakvöðva þar sem skoðaðar voru 50 gimbrar eða fleiri í haust.

Hæsta meðaltalið í Norður-Múlasýslu var í Bessastaðagerði í Fljótsdal, 29 en í Suður-Múlasýslu á Hjartarstöðum 1 í Eiðaþinghá, 30,9.

Í samantekt Eyþórs Einarssonar, ábyrgðarmanns RML í sauðfjárrækt í Bændablaðinu segir að niðurstöður haustsins eftir lambadóma séu glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Bakmælingar á hrútlömbum komi heim og saman við niðurstöður úr sláturhúsi.

Vænleiki hafi víða verið geysimikill, sérstaklega á Norður- og Austurlandi.

Breytilegt sé þó milli sýslna hversu stór hluti lambanna sé skoðaður. Hæst sé hlutfallið í Strandasýslu þar sem tæpur fjórðungur lambanna er skoðaður en lægst er það í Norður-Múlasýslu, aðeins 5,7%.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.