Eldur kviknaði í baðherbergi

egilsstadirSlökkviliðið á Egilsstöðum var kallað út upp úr klukkan þrjú í dag vegna elds í baðherbergi í íbúðarhúsi í bænum.

Að sögn Baldurs Pálssonar, slökkviliðsstjóra, var baðherbergið alelda þegar að var komið. Útlitið hafi ekki verið gott því eldurinn hafi verið að læsa sig í útvegg og á leið í þakið.

Vel gekk að ná tökum á eldinum, hindra frekari útbreiðslu og slökkva. Húsið er timburhús og mikið skemmt af völdum elds, reyks og vatns.

Lögreglan rannsakar eldsupptök.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.