Mannbjörg er Steinaborg í Berufirði brann til grunna

berufjordur fiskeldi fossardalur webMannbjörg varð er býlið Steinaborg í Berufirði brann til grunna seinni partinn í dag. Húsið var alelda er slökkvilið kom á staðinn.

Útkall barst slökkviliði Djúpavogs klukkan 17:27 og voru allir bílar og tiltækt lið staðarins ræst út auk þess sem kallað var út slökkviliði Breiðdalsvíkur. Þau komu á staðinn um svipuðum tíma um hálftíma síðar.

„Þegar við komum á staðinn sáum við að húsið var alelda og eiginlega hrunið," segir Kári Snær Valtingojer, varaslökkviliðsstjóri slökkviliðs Djúpavogs.

„Það var mjög stíf norðnorðvestanátt og eldurinn breiðist hratt út í svona timburhúsum við svona aðstæður."

Á meðan ekið var á staðinn bárust upplýsingar um að húsráðandi hefði komist út úr húsinu ásamt hundinum sínum. Hann hefur fengið inni á bæ í nágrenninu.

Kári segir að erfitt hafi verið að komast upp að bænum en Steinaborg en enginn hafði búið þar í um hálfa öld þar til ungur maður fluttist þangað í sumar.

„Það er eiginlega engin heimreið að bænum og við vorum ekki að hætta okkar þungu bílum út á túnið."

Lítið varð því úr eiginlegu slökkvistarfi en safnað var saman eigum húsráðanda sem hann hafði náð að koma út og vettvangurinn tryggður, meðal annars með að hefta járnplötur sem voru að fjúka.

Líklegast er talið að eldurinn hafi kviknað út frá kamínu. Ekki var rafmagn í húsinu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.