Vorhiti á Austfjörðum

mjoifjordur 25072014 0116 webAfar hlýtt hefur verið í veðri á Austfjörðum um helgina og er enn. Litlu munaði að hitamet febrúarmánaðar væri slegið á Dalatanga í gær.

Hitinn mun mest hafa komist í 17,4 gráður þar um kvöldmatarleytið í gærkvöldið en hitametið er 18,1, sett þar árið 1998.

Víða var hlýtt eystra í gær, um 16 stig á sama tíma á Eskifirði og 15 gráður í Neskaupstað og Seyðisfirði.

Þá var einnig hlýtt á fjöllum en veðurstöðvar á Þórdalsheiði og Oddsskarði sýndu yfir 10 stiga hita í gær. Hitanum hefur fylgt allhvass vindur þannig að hratt hefur gengið á svellin.

Hlýindin koma frá hæð vestur af Bretalandseyjum sem beint hefur heitu lofti til Íslands. Áfram er von á að hlýtt verði í veðri í dag og hvasst þótt kólna taki þegar líður á daginn.

Á miðvikudag og fimmtudag er hins vegar spáð yfir 10 stiga frosti á Austurlandi.

Veðurstofan varar við snörpum en staðbundnum vindhviðum við fjöll á sunnanverðum Austfjörðum, allt að 40 m/s fram yfir hádegi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.